Á Sjávarpakkhúsinu leggjum við áherslu
á staðbundin hráefni

Sjávarpakkhúsið
Á Sjávarpakkhúsinu leggjum við áherslu á staðbundin hráefni og sjálfbærni og gerum ávallt okkar besta í að framreiða hágæða mat með eins litlum áhrifum á umhverfið og mögulegt er.
Við erum afar stolt af að vinna náið með sjómönnum, bændum og matvælaframleiðendum í nágrenni við okkur sem sjá okkur fyrir besta hráefni sem völ er á. Við veljum hráefni og þjónustu úr nærumhverfinu, höldum matarsóun í lágmarki, leggjum áherslu á að minnka orkunotkun, efnanotkun og úrgang. Við höfum hlotið umhverfisvottun Svansins sem er opinbert norrænt umhverfismerki.
Við viljum vera góð fyrirmynd í umhverfismálum og sýna í verki að umhverfisvernd getur verið sjálfsagður hluti af daglegu lífi.
Húsið
Veitingastaðurinn Sjávarpakkhúsið dregur nafn sitt af þeirri starfsemi sem á árum áður átti sér stað í húsinu. Húsið er yfir 100 ára gamalt og hefur gegnt ýmsum tilgangi í sögu Stykkishólms. Þar hefur verið starfræktur beitningaskúr, pakkhús, veiðafærageymsla, og nú á seinni árum veitingastaður. Sjávarpakkhúsið stendur á fallegum stað, við höfnina í Stykkishólmi. Stemningin er afslöppuð og umhverfið notarlegt, sjóhetjur fyrri tíðar príða veggi staðarins og með þeim hætti er minningu þeirra haldið á lofti. Veitingastaðurinn er opinn allan ársins hring.

OPNUNARTÍMI
Þriðjudaga – Sunnudaga: 18-22
SJÁVARPAKKHÚSIÐ
Sími/Phone: +3544381800 . info@sjavarpakkhusid.is