Opnunartími

Þú átt skilið að upplifa hið margrómaða Breiðfirska sjávarloft

Sjávarpakkhúsið stendur við höfnina í Hólminum, á hafnarsvæðinu er andrúmsloftið kraftmikið og saga gamalla tíma drýpur af hverjum stein. Gestirnir njóta þess að fylgjast með sjómönnum að störfum, fuglalífinu og mannlífinu á meðan þeir njóta ljúffengra veitinga.