Opnunartími

Sjávarpakkhúsið

Sjávarpakkhúsið stendur við höfnina í Stykkishólmi, á hafnarsvæðinu er andrúmsloftið kraftmikið og saga gamalla tíma drýpur af hverjum steini. Yfir sumartímann iðar höfnin af lífi, róið er til sjávar snemma morguns og þegar líður á daginn sigla trillurnar inn með afla dagsins. Gestirnir njóta þess að fylgjast með sjómönnum að störfum, fuglalífinu og mannlífinu á meðan þeir njóta ljúffengra veitinga.